Íslenska kvennaboðsundssveitin komst í morgun í úrslit í 4x100 metra fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í London þessa dagana.
Íslenskt sundfólk hefur náð ótrúlegum árangri á mótinu hingað til en Hrafnhildur Lúthersdóttir sem er í sveitinni hefur nælt í tvo verðlaunapeninga og keppir í úrslitum í bæði 4x100 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi í dag.
Íslenska sveitin kom í mark á tímanum 4:06;32 sem skilaði þeim áttunda og síðasta sætinu í úrslitunum í morgun.
Í sveitinni eru ásamt Hrafnhildi þær Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerður Gústafsdóttir.
Þær synda því í úrslitunum klukkan 16.06 í dag en klukkustund áður syndir Hrafnhildur í úrslitum í 50 metra bringusundi.
Íslenska kvennaboðsundssveitin í úrslit á EM
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn