Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2016 10:24 Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður, annar frá vinstri, gætir hagsmuna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital. Hann starfaði áður fyrir slitastjórn Landsbankans en myndin var tekin á upplýsingafundi slitastjórnar bankans á Hilton Nordica árið 2011. Fréttablaðið/Stefán Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins. Alþingi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins.
Alþingi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira