Sálfræðistríð Svíans virkaði ekki á heimsmeistarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Fanney heimsmeisatri í bekkpressu. vísir/daníel „Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
„Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12