Á bak við er manneskjan í öllum sínum ljótleika Magnús Guðmundsson skrifar 21. maí 2016 13:00 Charlotte Bøving leikstjóri sýningarinnar Sími látins manns sem verður frumsýnt á mánudagskvöldið og er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Visir/Stefán Sara Ruhl er bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín á liðnum árum. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og meðal annars tvívegis verið tilnefnd til Pulitzer-verðlaunanna. Verk hennar takast á við samtíma, samfélag og meðborgara á skemmtilegan máta og það er því gleðiefni að eitt af verkum Söra Ruhl skuli loksins rata á fjalirnar í íslensku leikhúsi. Á mánudaginn frumsýnir leikhópurinn Blink verkið Sími látins manns, sem var frumflutt í Bandaríkjunum árið 2007, þar sem það fékk strax afar góðar viðtökur. Charlotte Bøving er leikstjóri uppfærslunnar í Tjarnarbíói og hún segir að hugmyndin að því að takast á við þetta verk sé í raun komin frá Maríu Dalberg, sem er jafnframt framleiðandi og ein af leikurum sýningarinnar, en hún stofnaði umræddan leikhóp árið 2014. „María bjó í New York á sínum tíma og þar fann hún soldið fyrir þessum einmanaleika sem getur fylgt því að búa í stórborg. Þú ert alltaf umkringdur fólki, en samt alltaf einn. Þetta verk, Sími látins manns, höfðaði sterklega til hennar því það fjallar um stelpu sem er soldið einmana og byrjar að lifa í gegnum mann sem er látinn.“Að lifa á internetinu Verkið má skilgreina sem gamanleikrit með alvarlegum undirtóni. Það segir frá ungri konu sem ákveður að svara í síma sem einhver hefur skilið eftir á kaffihúsi og hefur hringt án afláts. Við þetta verður mikil breyting á lífi ungu konunnar en Charlotte segir að umfjöllunarefni verksins sé í raun mjög víðtækt. „Þetta verk fjallar ekki bara um sögu þessarar ungu konu heldur í raun um svo margt sem snertir okkur í nútímasamfélagi. Það er fylgst með þessari konu stíga inn í veröld látins manns og við það kynnumst við í rauninni honum líka og alls konar skrítnum og skemmtilegum persónum úr hans fjölskyldu en leikarar auk Maríu eru þau Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir. Þetta er rammi sögunnar en svo er verkið líka að skoða hvernig við sem manneskjur tengjumst hver annarri og það er eitthvað sem á sífellt sterkara erindi við okkur. Við tengjumst í gegnum netið og símann og alla þessa tækni þannig að það er t.d. allt í einu orðið gamaldags að senda sendibréf. Unga stúlkan verður í raun ástfangin af látnum manni eða öllu heldur ímyndinni sem hann skilur eftir sig. Ímynd sem er spennandi því maðurinn er eðlilega þögull og óræður. Þetta er eins og tísta þar sem fólk heillast af ímynd en ekki fólki. En svona er þetta í dag. Þegar fólk deyr þá lifir það áfram á internetinu þar sem fólk sendir því afmæliskveðjur einu sinni á ári og annað slíkt.Sköpum okkur ímynd Verkið tekst aðeins á við þetta en svo er þetta líka um hjónabandið. Um það hverju við höldum hvort frá öðru og hvernig við tengjumst. Langar okkur í raun til þess að tengjast og vera náin eða er einfaldlega betra að lifa í fjarlægðinni og ímynda okkur hvernig fólk er. Ég held að þetta verk sé að miklu leyti einmitt um það hvað við sýnum og hvað við sýnum ekki. Hvaða mynd ertu með á Facebook? Hvaða ímynd ertu með? Hvað er þitt brand? Í dag erum við í raun öll að keppast við að markaðssetja okkur og keppast við að varpa fram af okkur ákveðinni ímynd.“ Charlotte segir að verkið eigi ekkert síður erindi inn í samfélag á borð við Ísland eins og það stóra samfélag sem það sprottið úr. „Þetta verk á allstaðar erindi. Við erum með í höndunum alveg rosalega góða staðfærslu og þýðingu á verkinu þannig það á ekki að trufla neinn að þetta er bandarískt verk. Það er líka soldill ævintýraheimur með eilítið ýktum og fyndnum persónum. Þær minna mig reyndar aðeins á persónurnar hennar Auðar Övu Ólafsdóttur. Heimurinn er ekki alveg venjulegur. En eins og hjá henni þá er alltaf botn í öllu – sársaukinn er raunverulegur. Það er margt sem gerist á yfirborðinu en á bak við er bara manneskjan í öllum sínum ljótleika að dragnast með alla sína erfiðleika og sársauka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. maí. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Sara Ruhl er bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín á liðnum árum. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og meðal annars tvívegis verið tilnefnd til Pulitzer-verðlaunanna. Verk hennar takast á við samtíma, samfélag og meðborgara á skemmtilegan máta og það er því gleðiefni að eitt af verkum Söra Ruhl skuli loksins rata á fjalirnar í íslensku leikhúsi. Á mánudaginn frumsýnir leikhópurinn Blink verkið Sími látins manns, sem var frumflutt í Bandaríkjunum árið 2007, þar sem það fékk strax afar góðar viðtökur. Charlotte Bøving er leikstjóri uppfærslunnar í Tjarnarbíói og hún segir að hugmyndin að því að takast á við þetta verk sé í raun komin frá Maríu Dalberg, sem er jafnframt framleiðandi og ein af leikurum sýningarinnar, en hún stofnaði umræddan leikhóp árið 2014. „María bjó í New York á sínum tíma og þar fann hún soldið fyrir þessum einmanaleika sem getur fylgt því að búa í stórborg. Þú ert alltaf umkringdur fólki, en samt alltaf einn. Þetta verk, Sími látins manns, höfðaði sterklega til hennar því það fjallar um stelpu sem er soldið einmana og byrjar að lifa í gegnum mann sem er látinn.“Að lifa á internetinu Verkið má skilgreina sem gamanleikrit með alvarlegum undirtóni. Það segir frá ungri konu sem ákveður að svara í síma sem einhver hefur skilið eftir á kaffihúsi og hefur hringt án afláts. Við þetta verður mikil breyting á lífi ungu konunnar en Charlotte segir að umfjöllunarefni verksins sé í raun mjög víðtækt. „Þetta verk fjallar ekki bara um sögu þessarar ungu konu heldur í raun um svo margt sem snertir okkur í nútímasamfélagi. Það er fylgst með þessari konu stíga inn í veröld látins manns og við það kynnumst við í rauninni honum líka og alls konar skrítnum og skemmtilegum persónum úr hans fjölskyldu en leikarar auk Maríu eru þau Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir. Þetta er rammi sögunnar en svo er verkið líka að skoða hvernig við sem manneskjur tengjumst hver annarri og það er eitthvað sem á sífellt sterkara erindi við okkur. Við tengjumst í gegnum netið og símann og alla þessa tækni þannig að það er t.d. allt í einu orðið gamaldags að senda sendibréf. Unga stúlkan verður í raun ástfangin af látnum manni eða öllu heldur ímyndinni sem hann skilur eftir sig. Ímynd sem er spennandi því maðurinn er eðlilega þögull og óræður. Þetta er eins og tísta þar sem fólk heillast af ímynd en ekki fólki. En svona er þetta í dag. Þegar fólk deyr þá lifir það áfram á internetinu þar sem fólk sendir því afmæliskveðjur einu sinni á ári og annað slíkt.Sköpum okkur ímynd Verkið tekst aðeins á við þetta en svo er þetta líka um hjónabandið. Um það hverju við höldum hvort frá öðru og hvernig við tengjumst. Langar okkur í raun til þess að tengjast og vera náin eða er einfaldlega betra að lifa í fjarlægðinni og ímynda okkur hvernig fólk er. Ég held að þetta verk sé að miklu leyti einmitt um það hvað við sýnum og hvað við sýnum ekki. Hvaða mynd ertu með á Facebook? Hvaða ímynd ertu með? Hvað er þitt brand? Í dag erum við í raun öll að keppast við að markaðssetja okkur og keppast við að varpa fram af okkur ákveðinni ímynd.“ Charlotte segir að verkið eigi ekkert síður erindi inn í samfélag á borð við Ísland eins og það stóra samfélag sem það sprottið úr. „Þetta verk á allstaðar erindi. Við erum með í höndunum alveg rosalega góða staðfærslu og þýðingu á verkinu þannig það á ekki að trufla neinn að þetta er bandarískt verk. Það er líka soldill ævintýraheimur með eilítið ýktum og fyndnum persónum. Þær minna mig reyndar aðeins á persónurnar hennar Auðar Övu Ólafsdóttur. Heimurinn er ekki alveg venjulegur. En eins og hjá henni þá er alltaf botn í öllu – sársaukinn er raunverulegur. Það er margt sem gerist á yfirborðinu en á bak við er bara manneskjan í öllum sínum ljótleika að dragnast með alla sína erfiðleika og sársauka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. maí.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira