Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Heitasta flík ársins? Glamour Endurkoma gallajakkans Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Heitasta flík ársins? Glamour Endurkoma gallajakkans Glamour