Ekkert foreldri ætlar að standa sig illa Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. maí 2016 07:00 „Lítið barn er eins og lítill harðstjóri. Margir upplifa líf með litlu barni eins og ofbeldissamband. Þú verður að sitja og standa eins og því sýnist. Það er ekkert spurt hvort þú sért þreytt eða svöng, bara: Ég þarf mitt og ég vil það núna!“ segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún ásamt fleirum rekur Miðstöð foreldra og barna sem sérhæfir sig í meðferð fyrir verðandi foreldra og börn að eins árs aldri. Meðferðin byggir á kenningum sálgreiningar, tengslakenningu og rannsóknum í taugavísindum.Ungbörn geta ekki beðið Hún segir að styðja þurfi betur við foreldra ungra barna. Þær anni ekki eftirspurn. „Miðstöðin er lítil og við höfum takmarkað fjármagn. Við erum fáar að vinna og því miður eru biðlistar. Við getum ekki sinnt þeim fjölda sem viljum og vitum að þarf aðstoð. Okkur finnst þetta afleitt því ungbörn hvorki geta né eiga að bíða. Það þarf að auka umræðuna um þetta, fyrir foreldra en líka koma þessari þekkingu áleiðis til þeirra sem stýra fjármagninu til þess að þeir átti sig á hversu gríðarlega mikilvægt er að bregðast við strax og vanlíðan gerir vart við sig. Við spörum miklar þjáningar á því og höfum áhrif á þroska barna en það er líka svo miklu ódýrara. Ef gripið er inn í áður en það koma erfiðleikar í þroska barnanna, þá sparast mikið fjármagn sem myndi annars þurfa að kosta til seinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu.“ Sæunn segir athyglina beinast að tengslamyndun. Fyrstu ár ævinnar marki það sem koma skal. Sæunn gaf fyrir nokkrum árum út bókina Árin sem enginn man og í fyrra Fyrstu 1000 dagana. „Margir stóðu í þeirri trú að þessi fyrstu ár skiptu ekki máli því við myndum ekki eftir þeim. Þvert á móti sýna rannsóknir að þetta eru mikilvægustu ár ævinnar. Mér fannst mikilvægt að koma þessari þekkingu sem við fagfólkið höfum á mannamáli til foreldra sem eru að annast börnin sín. Þessi fyrstu ár eru svo mikilvæg. Heilinn er í mótun, það hvernig hann mótast fer mjög mikið eftir umhverfinu en mikilvægasta umhverfi barns er umönnunin sem það fær.“Hverjar eru afleiðingarnar ef það eru ekki náin tengsl milli foreldra og barns? „Það er mjög erfitt að alhæfa um það en samkvæmt rannsókn sem hefur verið endurtekin víða um heim sýnir það sig að börn sem hafa örugg tengsl við foreldra sína hafa sterkari sjálfsmynd og betri félagslega færni. Þau eru betur í stakk búin að takast á við erfiðleika á heilbrigðan hátt. Þau verða síður fyrir einelti og leggja aðra síður í einelti. Heilsa þeirra fram á fullorðinsár er betri. Það sem einkennir örugg tengsl er að barnið upplifir foreldri sitt sem örugga höfn. Ef því líður vel þá getur það farið frá foreldrinu, leikið við aðra krakka, skoðað umhverfið og spreytt sig á alls konar verkefnum sem hæfa aldri og þroska. Ef barnið verður óöruggt getur það leitað til foreldra sinna. Foreldrarnir átta sig á hvað barnið þarf og þeir bregðast við því á viðeigandi hátt. “Getur verið snúið Hún segir þetta geta verið snúið, sérstaklega þegar börn eru mjög ung. „Þetta veltur á svo mörgu. Meðgangan og fæðingin hafa áhrif á hvernig barnið er á sig komið þegar það fæðist og hvernig mömmunni líður. Ef fæðingin var erfið getur hún þurft tíma til að jafna sig og kannski er hún ekkert sérstaklega vel í stakk búin til þess að stilla sig inn á að hugsa um lítið barn. Þetta er sérlega erfitt fyrir foreldra sem eiga sára reynslu af samskiptum. Ég tala nú ekki um foreldra sem hafa alist upp við ofbeldi eða hafa átt í ofbeldissambandi. Það að vera með lítið barn getur verið eins og trigger á það og valdið áfallastreitu.“Geta hætt að þola barnið sitt Oft hafa foreldrar miklar væntingar um að allt eigi að vera fullkomið. „Stundum upplifa foreldrar sambandið við barnið sitt ólíkt því sem þeir höfðu vænst. Þeir sáu fyrir sér að þetta yrði mikil sæla, hamingja og ást, sem það er oft í bland, en þær tilfinningar geta orðið útundan þegar vanlíðanin er mikil. Foreldrar geta hætt að þola barnið sitt vegna þess að þeim finnst það vera með endalausar kröfur. Fyrstu mánuðina gefa lítil börn mjög lítið til baka, þau bara krefjast. Þetta getur vakið erfiðar tilfinningar sem foreldrar skammast sín fyrir.“ Sæunn segir flesta foreldra gera eins vel og þeir geta. „Ef foreldrar eru ekki að gera eins vel og þeir þurfa er það yfirleitt út af vanlíðan, ekki af illum ásetningi, og þá þurfa þeir aðstoð. Við verðum að þora að tala um þarfir barna, ekki hætta við umræðuna af ótta við að hún láti foreldrum líða illa, þá breytum við aldrei neinu. Ef barn sefur ekki vikum eða mánuðum saman, þá þurfa foreldrar hjálp. Þeir geta þurft að skoða hvað er í gangi hjá þeim sjálfum ekki síður en barninu, en þeir geta líka þurft praktíska hjálp eins og hvíld. Fjölskyldur þeirra geta þurft að koma inn í. Það er mikilvægt að skilja foreldra ekki eftir eina með lítið barn. Ég tala nú ekki um einstæða foreldra með óvært barn, það getur beinlínis verið hættulegt.“Fullkomið foreldri ekki til Er eitthvað til sem heitir fullkomið foreldri? „Nei. Það sem er til er það sem við köllum „nógu gott“ foreldri. Það er foreldri sem gerir vissulega mistök. Jafnvel þó að hægt væri að gera allt rétt væri það ekki gott fyrir barnið. Barnið þarf að fá að læra að þekkja sinn eigin vilja og sýna hann, upp á gott og vont. Það liggur í hlutarins eðli að í samskiptum foreldra og barns verða alls konar árekstrar, núningur og misskilningur. Stundum þarf að aga börn og gera allt mögulegt sem þeim finnst hvorki gott né skemmtilegt. Þegar „nógu gott“ foreldri hleypur á sig, gerir einhverja vitleysu eða segir einhvern fjandann sem það sér eftir, getur það lagað hlutina eða leiðrétt sig. Það fer stöðugt eitthvað úrskeiðis en við reynum að bregðast við og laga það. Þetta er ekki afsökun fyrir því að vanda sig ekki en við erum öll manneskjur. Barnið þarf að kynnast manneskju en ekki þræl eða þjóni sem uppfyllir allar óskir þess um leið og þeirra verður vart.“ Hún segir aldur barnanna skipta máli. „Fyrsta árið þurfa foreldrar að leggja sig alveg sérstaklega fram. Við ögum ekki barn á fyrsta ári, það hefur ekki heila til að skilja slíkt. Þá þarf að hlífa því eins mikið og hægt er við óþægindum til að vinna gegn áhrifum streitu. Síðan með tímanum þarf auðvitað að koma inn agi en fyrst er hann í dropatali, síðan í teskeiðum. Við byrjum á að aga barn með því að búa til venjur; Við sofum og borðum á ákveðnum tímum og við gerum hlutina á ákveðinn hátt. Þetta er hluti af því að undirbúa barn undir aga. En fullkomnun, nei.“Sálgreining ekki hátt skrifuð Sæunn er menntaður sálgreinir frá Englandi. Hvað er að vera sálgreinir? „Sálgreining er annars vegar hugmyndafræði eða kenningar um hugarheim og tilfinningalíf mannsins. Hins vegar meðferðarform sem byggir á þessum kenningum. Það sem helst greinir sálgreiningu frá öðrum sálfræðimeðferðum er áherslan á mótunarár barnæskunnar, að hún hafi mótandi áhrif á persónuleikann um alla framtíð. Einnig er gengið út frá því að við séum ekki nema að hluta til meðvituð um það sem gerist innra með okkur. Meðferðin gengur meðal annars út á að fá innsýn í ómeðvitaða hluta okkar, sem oft er í mótsögn við þann meðvitaða, og skilja hvernig reynslan hefur mótað okkur,“ segir Sæunn en kenningar sálgreiningar byggja í grunninn á kenningum Sigmunds Freud. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því hann var uppi. Hann er auðvitað upphafsmaðurinn og margt af því sem hann kom fram með, eins og þetta með dulvitundina, hefur staðist tímans tönn. En auðvitað var hann barn síns tíma og þess vegna hefur ýmsu verið kastað fyrir róða.“ Sæunn segir suma sálfræðinga líta niður á sálgreiningu sem fag. „Sálgreining er vægast sagt ekki hátt skrifuð í sálfræðideild Háskóla Íslands,“ segir hún. „Mér finnst það mikill ábyrgðarhlutur í háskóla, og ekki lýsa akademískum vinnubrögðum, að innræta nemendum eitthvað um tiltekna grein innan sálfræðinnar. Frekar ætti að hvetja þá til þess að kynna sér efnið og leyfa þeim að draga sínar eigin ályktanir. Ég hef heyrt nokkra sálfræðinga, sem hafa lært hérna heima en síðan farið í framhaldsnám erlendis, segjast hafa orðið mjög hissa þegar þeir áttuðu sig á að hún væri tekin jafn alvarlega og aðrar fræðigreinar. Þegar búið er að innræta þér í 3-4 ár í þínu grunnnámi að sálgreining sé einhver vitleysa, þá er mjög ólíklegt að hún verði valkostur í framhaldsnámi. Það finnst mér alvarlegt. Þetta er ein ástæða þess að það er mjög lítil nýliðun í sálgreiningu á Íslandi.“Áföll ber að taka alvarlega Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði í viðtali á dögunum að ofuráhersla væri á áföll. Sæunn gagnrýndi harðlega pistil Óttars opinberlega. Hún segir mikilvægt að taka tillit til áfalla. „Áföll eru vissulega hluti af lífinu og þau eru misjafnlega alvarleg en við þurfum hjálp til að takast á við þau. Ég man þegar snjóflóðið féll á Flateyri, þá var ég að vinna í áfallateyminu hér í bænum. Fólk hringdi í okkur, ekki út af snjóflóðinu, heldur út af gömlum áföllum. Þá voru margir að heyra í fyrsta sinn að eitthvað væri til sem héti áfallahjálp. Það er kannski ákveðinn misskilningur með þetta hugtak. Ég held að besta áfallahjálpin sé yfirleitt veitt af þeim sem standa manni næst. Það er alvöru áfallahjálp, hún er ekki bara eitthvað sem sérfræðingar veita. Þegar snjóflóðið féll á Flateyri kom til kasta fagfólks vegna þess að þetta var heilt byggðarlag sem varð fyrir mjög þungu höggi. Í þannig tilvikum er mikilvægt að setja upp áfallahjálparteymi. Þá voru líka margir Flateyringar staddir hér í Reykjavík og ekki hjá sínum nánustu. Fólk getur þurft aðstoð fagfólks ef viðbrögðin eru mjög óvenjuleg eða sterk. Oft getur eitt áfall rifjað upp annað gamalt sem hefur aldrei verið unnið úr. Þá þarf aðstoð fagfólks.“Þarf að grípa snemma inn í Nú hefur orðræðan um gildi áfalla breyst. Að áföll geti haft áhrif áratugum seinna. „Í fræðunum er lögð vaxandi áhersla á að skoða áföll og áhrif þeirra. Sérstaklega á börn. Þegar við tölum um áföll eru margir með í huga eitthvað rosalegt eins og að verða fyrir árás eða nauðgun, snjóflóði eða árekstri. Svo eru líka annars konar áföll sem gerast í nánum tengslum og eru þess eðlis að barnið upplifir mjög mikla streitu og vanmátt. Hvort tveggja getur orðið svo venjulegt að það áttar sig ekki á að um óeðlilegt ástand sé að ræða. Þetta getur haft áhrif fram á fullorðinsár á andlega og líkamlega heilsu.“Hvernig áhrif? „Þegar barn býr við aðstæður sem valda því langvarandi kvíða eða ótta upplifir það mikla streitu. Sé henni ekki náð niður hefur offramleiðsla á streituhormóninu cortisol áhrif á heilann og hvernig hann mótast. Streitan hefur líka áhrif á þá hugrænu starfsemi sem þar fer fram, svo sem þær hugmyndir sem við gerum okkur um okkur sjálf og annað fólk. Afleiðingin getur orðið sú að fólk tileinkar sér bjargráð sem létta tímabundið á vanlíðan en eru niðurbrjótandi þegar upp er staðið. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að grípa snemma inn í.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Lítið barn er eins og lítill harðstjóri. Margir upplifa líf með litlu barni eins og ofbeldissamband. Þú verður að sitja og standa eins og því sýnist. Það er ekkert spurt hvort þú sért þreytt eða svöng, bara: Ég þarf mitt og ég vil það núna!“ segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún ásamt fleirum rekur Miðstöð foreldra og barna sem sérhæfir sig í meðferð fyrir verðandi foreldra og börn að eins árs aldri. Meðferðin byggir á kenningum sálgreiningar, tengslakenningu og rannsóknum í taugavísindum.Ungbörn geta ekki beðið Hún segir að styðja þurfi betur við foreldra ungra barna. Þær anni ekki eftirspurn. „Miðstöðin er lítil og við höfum takmarkað fjármagn. Við erum fáar að vinna og því miður eru biðlistar. Við getum ekki sinnt þeim fjölda sem viljum og vitum að þarf aðstoð. Okkur finnst þetta afleitt því ungbörn hvorki geta né eiga að bíða. Það þarf að auka umræðuna um þetta, fyrir foreldra en líka koma þessari þekkingu áleiðis til þeirra sem stýra fjármagninu til þess að þeir átti sig á hversu gríðarlega mikilvægt er að bregðast við strax og vanlíðan gerir vart við sig. Við spörum miklar þjáningar á því og höfum áhrif á þroska barna en það er líka svo miklu ódýrara. Ef gripið er inn í áður en það koma erfiðleikar í þroska barnanna, þá sparast mikið fjármagn sem myndi annars þurfa að kosta til seinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu.“ Sæunn segir athyglina beinast að tengslamyndun. Fyrstu ár ævinnar marki það sem koma skal. Sæunn gaf fyrir nokkrum árum út bókina Árin sem enginn man og í fyrra Fyrstu 1000 dagana. „Margir stóðu í þeirri trú að þessi fyrstu ár skiptu ekki máli því við myndum ekki eftir þeim. Þvert á móti sýna rannsóknir að þetta eru mikilvægustu ár ævinnar. Mér fannst mikilvægt að koma þessari þekkingu sem við fagfólkið höfum á mannamáli til foreldra sem eru að annast börnin sín. Þessi fyrstu ár eru svo mikilvæg. Heilinn er í mótun, það hvernig hann mótast fer mjög mikið eftir umhverfinu en mikilvægasta umhverfi barns er umönnunin sem það fær.“Hverjar eru afleiðingarnar ef það eru ekki náin tengsl milli foreldra og barns? „Það er mjög erfitt að alhæfa um það en samkvæmt rannsókn sem hefur verið endurtekin víða um heim sýnir það sig að börn sem hafa örugg tengsl við foreldra sína hafa sterkari sjálfsmynd og betri félagslega færni. Þau eru betur í stakk búin að takast á við erfiðleika á heilbrigðan hátt. Þau verða síður fyrir einelti og leggja aðra síður í einelti. Heilsa þeirra fram á fullorðinsár er betri. Það sem einkennir örugg tengsl er að barnið upplifir foreldri sitt sem örugga höfn. Ef því líður vel þá getur það farið frá foreldrinu, leikið við aðra krakka, skoðað umhverfið og spreytt sig á alls konar verkefnum sem hæfa aldri og þroska. Ef barnið verður óöruggt getur það leitað til foreldra sinna. Foreldrarnir átta sig á hvað barnið þarf og þeir bregðast við því á viðeigandi hátt. “Getur verið snúið Hún segir þetta geta verið snúið, sérstaklega þegar börn eru mjög ung. „Þetta veltur á svo mörgu. Meðgangan og fæðingin hafa áhrif á hvernig barnið er á sig komið þegar það fæðist og hvernig mömmunni líður. Ef fæðingin var erfið getur hún þurft tíma til að jafna sig og kannski er hún ekkert sérstaklega vel í stakk búin til þess að stilla sig inn á að hugsa um lítið barn. Þetta er sérlega erfitt fyrir foreldra sem eiga sára reynslu af samskiptum. Ég tala nú ekki um foreldra sem hafa alist upp við ofbeldi eða hafa átt í ofbeldissambandi. Það að vera með lítið barn getur verið eins og trigger á það og valdið áfallastreitu.“Geta hætt að þola barnið sitt Oft hafa foreldrar miklar væntingar um að allt eigi að vera fullkomið. „Stundum upplifa foreldrar sambandið við barnið sitt ólíkt því sem þeir höfðu vænst. Þeir sáu fyrir sér að þetta yrði mikil sæla, hamingja og ást, sem það er oft í bland, en þær tilfinningar geta orðið útundan þegar vanlíðanin er mikil. Foreldrar geta hætt að þola barnið sitt vegna þess að þeim finnst það vera með endalausar kröfur. Fyrstu mánuðina gefa lítil börn mjög lítið til baka, þau bara krefjast. Þetta getur vakið erfiðar tilfinningar sem foreldrar skammast sín fyrir.“ Sæunn segir flesta foreldra gera eins vel og þeir geta. „Ef foreldrar eru ekki að gera eins vel og þeir þurfa er það yfirleitt út af vanlíðan, ekki af illum ásetningi, og þá þurfa þeir aðstoð. Við verðum að þora að tala um þarfir barna, ekki hætta við umræðuna af ótta við að hún láti foreldrum líða illa, þá breytum við aldrei neinu. Ef barn sefur ekki vikum eða mánuðum saman, þá þurfa foreldrar hjálp. Þeir geta þurft að skoða hvað er í gangi hjá þeim sjálfum ekki síður en barninu, en þeir geta líka þurft praktíska hjálp eins og hvíld. Fjölskyldur þeirra geta þurft að koma inn í. Það er mikilvægt að skilja foreldra ekki eftir eina með lítið barn. Ég tala nú ekki um einstæða foreldra með óvært barn, það getur beinlínis verið hættulegt.“Fullkomið foreldri ekki til Er eitthvað til sem heitir fullkomið foreldri? „Nei. Það sem er til er það sem við köllum „nógu gott“ foreldri. Það er foreldri sem gerir vissulega mistök. Jafnvel þó að hægt væri að gera allt rétt væri það ekki gott fyrir barnið. Barnið þarf að fá að læra að þekkja sinn eigin vilja og sýna hann, upp á gott og vont. Það liggur í hlutarins eðli að í samskiptum foreldra og barns verða alls konar árekstrar, núningur og misskilningur. Stundum þarf að aga börn og gera allt mögulegt sem þeim finnst hvorki gott né skemmtilegt. Þegar „nógu gott“ foreldri hleypur á sig, gerir einhverja vitleysu eða segir einhvern fjandann sem það sér eftir, getur það lagað hlutina eða leiðrétt sig. Það fer stöðugt eitthvað úrskeiðis en við reynum að bregðast við og laga það. Þetta er ekki afsökun fyrir því að vanda sig ekki en við erum öll manneskjur. Barnið þarf að kynnast manneskju en ekki þræl eða þjóni sem uppfyllir allar óskir þess um leið og þeirra verður vart.“ Hún segir aldur barnanna skipta máli. „Fyrsta árið þurfa foreldrar að leggja sig alveg sérstaklega fram. Við ögum ekki barn á fyrsta ári, það hefur ekki heila til að skilja slíkt. Þá þarf að hlífa því eins mikið og hægt er við óþægindum til að vinna gegn áhrifum streitu. Síðan með tímanum þarf auðvitað að koma inn agi en fyrst er hann í dropatali, síðan í teskeiðum. Við byrjum á að aga barn með því að búa til venjur; Við sofum og borðum á ákveðnum tímum og við gerum hlutina á ákveðinn hátt. Þetta er hluti af því að undirbúa barn undir aga. En fullkomnun, nei.“Sálgreining ekki hátt skrifuð Sæunn er menntaður sálgreinir frá Englandi. Hvað er að vera sálgreinir? „Sálgreining er annars vegar hugmyndafræði eða kenningar um hugarheim og tilfinningalíf mannsins. Hins vegar meðferðarform sem byggir á þessum kenningum. Það sem helst greinir sálgreiningu frá öðrum sálfræðimeðferðum er áherslan á mótunarár barnæskunnar, að hún hafi mótandi áhrif á persónuleikann um alla framtíð. Einnig er gengið út frá því að við séum ekki nema að hluta til meðvituð um það sem gerist innra með okkur. Meðferðin gengur meðal annars út á að fá innsýn í ómeðvitaða hluta okkar, sem oft er í mótsögn við þann meðvitaða, og skilja hvernig reynslan hefur mótað okkur,“ segir Sæunn en kenningar sálgreiningar byggja í grunninn á kenningum Sigmunds Freud. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því hann var uppi. Hann er auðvitað upphafsmaðurinn og margt af því sem hann kom fram með, eins og þetta með dulvitundina, hefur staðist tímans tönn. En auðvitað var hann barn síns tíma og þess vegna hefur ýmsu verið kastað fyrir róða.“ Sæunn segir suma sálfræðinga líta niður á sálgreiningu sem fag. „Sálgreining er vægast sagt ekki hátt skrifuð í sálfræðideild Háskóla Íslands,“ segir hún. „Mér finnst það mikill ábyrgðarhlutur í háskóla, og ekki lýsa akademískum vinnubrögðum, að innræta nemendum eitthvað um tiltekna grein innan sálfræðinnar. Frekar ætti að hvetja þá til þess að kynna sér efnið og leyfa þeim að draga sínar eigin ályktanir. Ég hef heyrt nokkra sálfræðinga, sem hafa lært hérna heima en síðan farið í framhaldsnám erlendis, segjast hafa orðið mjög hissa þegar þeir áttuðu sig á að hún væri tekin jafn alvarlega og aðrar fræðigreinar. Þegar búið er að innræta þér í 3-4 ár í þínu grunnnámi að sálgreining sé einhver vitleysa, þá er mjög ólíklegt að hún verði valkostur í framhaldsnámi. Það finnst mér alvarlegt. Þetta er ein ástæða þess að það er mjög lítil nýliðun í sálgreiningu á Íslandi.“Áföll ber að taka alvarlega Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði í viðtali á dögunum að ofuráhersla væri á áföll. Sæunn gagnrýndi harðlega pistil Óttars opinberlega. Hún segir mikilvægt að taka tillit til áfalla. „Áföll eru vissulega hluti af lífinu og þau eru misjafnlega alvarleg en við þurfum hjálp til að takast á við þau. Ég man þegar snjóflóðið féll á Flateyri, þá var ég að vinna í áfallateyminu hér í bænum. Fólk hringdi í okkur, ekki út af snjóflóðinu, heldur út af gömlum áföllum. Þá voru margir að heyra í fyrsta sinn að eitthvað væri til sem héti áfallahjálp. Það er kannski ákveðinn misskilningur með þetta hugtak. Ég held að besta áfallahjálpin sé yfirleitt veitt af þeim sem standa manni næst. Það er alvöru áfallahjálp, hún er ekki bara eitthvað sem sérfræðingar veita. Þegar snjóflóðið féll á Flateyri kom til kasta fagfólks vegna þess að þetta var heilt byggðarlag sem varð fyrir mjög þungu höggi. Í þannig tilvikum er mikilvægt að setja upp áfallahjálparteymi. Þá voru líka margir Flateyringar staddir hér í Reykjavík og ekki hjá sínum nánustu. Fólk getur þurft aðstoð fagfólks ef viðbrögðin eru mjög óvenjuleg eða sterk. Oft getur eitt áfall rifjað upp annað gamalt sem hefur aldrei verið unnið úr. Þá þarf aðstoð fagfólks.“Þarf að grípa snemma inn í Nú hefur orðræðan um gildi áfalla breyst. Að áföll geti haft áhrif áratugum seinna. „Í fræðunum er lögð vaxandi áhersla á að skoða áföll og áhrif þeirra. Sérstaklega á börn. Þegar við tölum um áföll eru margir með í huga eitthvað rosalegt eins og að verða fyrir árás eða nauðgun, snjóflóði eða árekstri. Svo eru líka annars konar áföll sem gerast í nánum tengslum og eru þess eðlis að barnið upplifir mjög mikla streitu og vanmátt. Hvort tveggja getur orðið svo venjulegt að það áttar sig ekki á að um óeðlilegt ástand sé að ræða. Þetta getur haft áhrif fram á fullorðinsár á andlega og líkamlega heilsu.“Hvernig áhrif? „Þegar barn býr við aðstæður sem valda því langvarandi kvíða eða ótta upplifir það mikla streitu. Sé henni ekki náð niður hefur offramleiðsla á streituhormóninu cortisol áhrif á heilann og hvernig hann mótast. Streitan hefur líka áhrif á þá hugrænu starfsemi sem þar fer fram, svo sem þær hugmyndir sem við gerum okkur um okkur sjálf og annað fólk. Afleiðingin getur orðið sú að fólk tileinkar sér bjargráð sem létta tímabundið á vanlíðan en eru niðurbrjótandi þegar upp er staðið. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að grípa snemma inn í.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira