Elfar Árni bjargaði stigi fyrir KA | Sonur Eiðs Smára skoraði tvö fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 16:07 Elfar Árni skoraði jöfnunarmark KA á elleftu stundu. vísir/andri marinó Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07
Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36