Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2016 19:18 Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku. Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.
Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45
Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45