Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 13:30 Alexnder Petersson hefur átt magnaðan landsliðsferil. Vísir/Stefán Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47