Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.

Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent.
Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston.
Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.