Hafa gaman af fótboltafortíð nýja íslenska handboltamannsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 08:26 Viggó Kristjánsson í leik með Gróttu í vetur. Vísir/Ernir Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð. Staðarblaðið Randers Amtsavis segir frá nýja leikmanni handboltaliðsins og gera líka mikið úr skemmtilegri tengingu Viggó og Ólafs Kristjánssonar, nýja þjálfara fótboltaliðs Randers. Viggó fór á kostum með Gróttu síðasta vetur þar sem hann var með 117 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni eða 4,3 mörk að meðaltali í leik. Gróttuliðið var nýliði í deildinni en náði engu að síður fimmta sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn. „Viggó Kristjánsson hefur skorað mikið af mörkum á Íslandi og við teljum að hann geti líka skorað mörk fyrir okkur. Hann er líka góður sendingamaður sem hefur gott auga fyrir línunni. Við þekkjum líka til Íslendinga og þeirra góða sigurhugarfars og metnað fyrir æfingum. Ég er viss um að hann og ná vel saman," sagði Jesper Holm þjálfari Randers HH við Randers Amtsavis. Blaðið segir einnig frá því að Viggó hafi 19 ára gamall valið fótboltann og að hann hafi þá spilað fyrir Ólaf Kristjánsson hjá Breiðabliki. Ólafur er einmitt nýr þjálfari fótboltaliðs Randers. Nú fjórum árum síðar hefur Viggó snúið aftur í handboltann með góðum árangri. Viggó verður ekki eini íslenski leikmaðurinn hjá Randers HH því áður hafði liðið fengið til sín markvörðinn Arnór Freyr Stefánsson frá ÍR. Arnór Freyr og Viggó hafa sama umboðsmann en þjálfarinn tekur það fram að það sé nú ekki stefnan að fá bara til sín íslenska leikmenn. „Þetta var ekkert neyðarúrræði. Ég hef haft tækifæri til að sjá marga leiki með Viggó Kristjánssyni á myndböndum og ég hef mjög góða mynd af því hvað hann getur gert og hvað hann getur ekki. Það er ljóst að hann þarf tíma til að venjast nýju landi, nýrri menningu og nýju liði en ég er viss um að hann verður góður leikmaður fyrir okkur," sagði Jesper Holm um Viggó Kristjánsson. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sjá meira
Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð. Staðarblaðið Randers Amtsavis segir frá nýja leikmanni handboltaliðsins og gera líka mikið úr skemmtilegri tengingu Viggó og Ólafs Kristjánssonar, nýja þjálfara fótboltaliðs Randers. Viggó fór á kostum með Gróttu síðasta vetur þar sem hann var með 117 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni eða 4,3 mörk að meðaltali í leik. Gróttuliðið var nýliði í deildinni en náði engu að síður fimmta sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn. „Viggó Kristjánsson hefur skorað mikið af mörkum á Íslandi og við teljum að hann geti líka skorað mörk fyrir okkur. Hann er líka góður sendingamaður sem hefur gott auga fyrir línunni. Við þekkjum líka til Íslendinga og þeirra góða sigurhugarfars og metnað fyrir æfingum. Ég er viss um að hann og ná vel saman," sagði Jesper Holm þjálfari Randers HH við Randers Amtsavis. Blaðið segir einnig frá því að Viggó hafi 19 ára gamall valið fótboltann og að hann hafi þá spilað fyrir Ólaf Kristjánsson hjá Breiðabliki. Ólafur er einmitt nýr þjálfari fótboltaliðs Randers. Nú fjórum árum síðar hefur Viggó snúið aftur í handboltann með góðum árangri. Viggó verður ekki eini íslenski leikmaðurinn hjá Randers HH því áður hafði liðið fengið til sín markvörðinn Arnór Freyr Stefánsson frá ÍR. Arnór Freyr og Viggó hafa sama umboðsmann en þjálfarinn tekur það fram að það sé nú ekki stefnan að fá bara til sín íslenska leikmenn. „Þetta var ekkert neyðarúrræði. Ég hef haft tækifæri til að sjá marga leiki með Viggó Kristjánssyni á myndböndum og ég hef mjög góða mynd af því hvað hann getur gert og hvað hann getur ekki. Það er ljóst að hann þarf tíma til að venjast nýju landi, nýrri menningu og nýju liði en ég er viss um að hann verður góður leikmaður fyrir okkur," sagði Jesper Holm um Viggó Kristjánsson.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sjá meira