Það er ljóst að frábær úrslit íslenska landsliðsins gegn Portúgal á Evrópumóti karla í knattspyrnu á þriðjudag hafa kveikt í þjóðinni þar sem fjöldi Íslendinga fór að leita sér að flugi til Frakklands strax eftir leikinn. Í tilkynningu frá fyrirtækinu Dohop kemur fram að greinilegt stökk megi sjá í fjölda notenda á vefsíðunni dohop.com þar sem leita má að millilandaflugum.
„Heimsóknir á vef Dohop döluðu fram eftir kvöldi og eru í lágmarki á meðan á leik stendur. En um leið og leiknum lauk kom risastökk í heimsóknum. Ekki hefur áður sést jafnmikill munur á heimsóknum á milli klukkutíma, í allri sögu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu Dohop.
Þegar leitir sem gerðar voru í gær, daginn eftir leik, eru bornar saman við leitir á miðvikudaginn í seinustu viku sést vel að Íslendingum liggur á að komast til Frakklands.
„Á venjulegum dögum leita Íslendingar mest að flugi til Spánar, Frakklands, Danmerkur, Bretlands og Noregs. Daginn eftir leikinn á móti Portúgal varð hinsvegar rúm þreföldun á leitum til Frakklands og því er greinilegt að nú liggur fólki á að komast á næstu leiki. Grafið hér að ofan segir meira en mörg orð um áhuga Íslendinga á að komast til Frakklands.“
Eins og flestir eflaust vita er næsti leikur strákanna okkar við Ungverja á laugardag en hann hefst klukkan 16 og fer fram í Marseille.
Íslendingar æstir í að komast til Frakklands
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent



Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað
Viðskipti innlent
