Stólaleikur á vinnumarkaði Lars Christensen skrifar 15. júní 2016 10:00 Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast. Lars Christensen Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast.
Lars Christensen Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira