Jón Daði þakklátur: „Þetta er bara vitleysa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 22:00 Jón Daði styttir sér stundir með þeim íslenska leikmanni sem náð hefur lengst í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira