Gæti orðið erfið nótt fyrir ensku landsliðsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 09:30 Fá ensku leikmennirnir lítinn svefn fyrir fyrsta leik? Vísir/Getty og EPA Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira