Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 06:00 Didier Deschamps van HM 1998 og EM 2000 og er nú þjálfari Frakka. vísir/getty Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira