Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 11:00 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00
Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27
Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00
Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45