Viðskipti erlent

Ryanair mun ekki fjölga vélum til og frá Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stærsti floti Ryanair er á Stansted flugvelli við London.
Stærsti floti Ryanair er á Stansted flugvelli við London. Vísir/EPA
Í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna mun írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ekki fjölga flugvélum til og frá Bretlandi á næsta ári, og þess í stað einbeita sér að stækkunum innan Evrópusambandsins.

BBC greinir frá því að Ryanair flytji 100 milljónir farþega á ári þar af 40 milljónir til og frá Bretlandi. Stærsti floti Ryanair er á Stansted flugvelli við London.

Gengi hlutabréfa í Ryanair höfðu í gær lækkað um 23 prósent frá því á fimmtudag. Þau hafa þó hækkað á ný í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×