60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 19:45 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15
Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12