Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 11:00 Jon Snow í þrengingum. Mynd/HBO Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15