Mannréttindi megi ekki víkja í baráttunni gegn hryðjuverkum Una Sighvatsdóttir skrifar 20. júní 2016 20:00 Michael Georg Link er framkvæmdastjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af." Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af."
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira