Mannréttindi megi ekki víkja í baráttunni gegn hryðjuverkum Una Sighvatsdóttir skrifar 20. júní 2016 20:00 Michael Georg Link er framkvæmdastjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af." Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af."
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira