Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 17:29 Íslendingar fagna marki gegn Englandi á EM. Vísir/Getty Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33