Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands: „Við erum í skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 08:50 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa heldur betur stutt við bakið á okkar mönnum. Vísir/EPA 22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37
Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03
Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03