Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 08:15 Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins. Vísir/Getty Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira