Einkaneysluvöxtur á flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00