Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2016 17:15 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. „Þetta var ekki einfaldasta tímatakan sem ég hef átt. Bíllinn skoppaði út fyrir brautina, þess vegna var tímanum mínum eytt. Ég held samt að ég hafi ekki grætt neinn tíma á þessu. Við Nico [Rosberg] erum góðir fyrir keppnina. Það er allt á hreinu okkar á milli,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Það er allt á hreinu hjá okkur fyrir keppnina á morgun. Bíllinn er ótrúlegur. Það er eins og hann sé á teinum í hröðu beygjunum. Okkur kappakstursmönnum finnst þær beygjur skemmtilegastar,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Það gekk vel í dag ég naut tímatökunnar og við vorum mjög sterkir miðað við aðra keppinauta okkar. Þeir hérna [Mercedes] voru aðeins of fljótir í dag,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji í tímatökunni fyrir Red Bull. „Það er leiðinlegt að tapa, sama hvað. Við vorum nokkuð góðir í hröðum beygjum en við áttum að geta betur. Vindurinn var að stríða okkur aðeins í dag. Markmiðið er að komast á verðlaunapall á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull „Við vissum að við værum í góðu formi hér eftir æingarnar. Við erum gríðarlega ánægð með að ná annarri ráslínunni fyrir okkar bíla. Max negldi þetta. Vonandi getum við unnið nokkur stig upp á Ferrari liðið. Það munar núna 24 stigum á liðunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Þetta var betra en við bjuggumst við eftir æfingarnar. Við áttum í vanda í morgun en þessi gírkassavandræði eru ný. Við höfum ekki verið að glíma við þau áður,“ sagði Sebastian Vettel sem verður 11. á ráslínunni eftir að fimm sæta refsing hefur verið beitt. „Ég hefði ekki trúað þessu í gær ef einhver hefði sagt mér að ég yrði sjöundi á ráslínu. Ég er að safna reynslu og bíllinn er að verða betri,“ sagði Carlos Sainz sem ræsir sjöundi á morgun á Toro Rosso bílnum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. „Þetta var ekki einfaldasta tímatakan sem ég hef átt. Bíllinn skoppaði út fyrir brautina, þess vegna var tímanum mínum eytt. Ég held samt að ég hafi ekki grætt neinn tíma á þessu. Við Nico [Rosberg] erum góðir fyrir keppnina. Það er allt á hreinu okkar á milli,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Það er allt á hreinu hjá okkur fyrir keppnina á morgun. Bíllinn er ótrúlegur. Það er eins og hann sé á teinum í hröðu beygjunum. Okkur kappakstursmönnum finnst þær beygjur skemmtilegastar,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Það gekk vel í dag ég naut tímatökunnar og við vorum mjög sterkir miðað við aðra keppinauta okkar. Þeir hérna [Mercedes] voru aðeins of fljótir í dag,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji í tímatökunni fyrir Red Bull. „Það er leiðinlegt að tapa, sama hvað. Við vorum nokkuð góðir í hröðum beygjum en við áttum að geta betur. Vindurinn var að stríða okkur aðeins í dag. Markmiðið er að komast á verðlaunapall á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull „Við vissum að við værum í góðu formi hér eftir æingarnar. Við erum gríðarlega ánægð með að ná annarri ráslínunni fyrir okkar bíla. Max negldi þetta. Vonandi getum við unnið nokkur stig upp á Ferrari liðið. Það munar núna 24 stigum á liðunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Þetta var betra en við bjuggumst við eftir æfingarnar. Við áttum í vanda í morgun en þessi gírkassavandræði eru ný. Við höfum ekki verið að glíma við þau áður,“ sagði Sebastian Vettel sem verður 11. á ráslínunni eftir að fimm sæta refsing hefur verið beitt. „Ég hefði ekki trúað þessu í gær ef einhver hefði sagt mér að ég yrði sjöundi á ráslínu. Ég er að safna reynslu og bíllinn er að verða betri,“ sagði Carlos Sainz sem ræsir sjöundi á morgun á Toro Rosso bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04
Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30
Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00