Þjálfari velska landsliðsins varar sína menn við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 15:30 Gareth Bale og félagar eru nú í svipaðri stöðu og íslensku strákarnir. Vísir/Getty Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti