Fyrsti stórleikur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra 1-0. vísir/ernir Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira