Segir kirkjuna hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 16:33 Helgi Magnús segir prestana hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda og því sé ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum sínum. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17