Shonda Rhimes gefur lítið fyrir gagnrýni á Jesse Williams Ritstjórn skrifar 8. júlí 2016 09:30 Jesse Williams flutti vægast sagt magnaða ræðu þegar hann tók við verðlaunum á BET verðlaununum. Myndir/Getty Jesse Williams, sem er einn aðalleikari Grey's Anatomy, hélt á dögunum afar kraftmikla ræðu þegar hann tók við verðlaunum á BET verðlaununum. Þar talaði hann á áhrifamikinn hátt um stöðu litaðs fólks í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Ræðan virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum en nú hefur verið efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem krafist er að Jesse verði rekinn úr þáttunum. Þegar þessi frétt var skrifuð höfðu 24.000 manns skrifað undir listann sem er þó aðeins afar lítill hluti af aðdáendum þáttanna. Þeir sem hrintu söfnuninni af stað virðast þó ekki vita mikið um Shondu Rhimes sem er höfundur þáttanna og ræður öllu þegar það kemur að framleiðslunni. Hún var til dæmis ekki lengi að reka Isaiah Washington úr þáttunum árið 2007 þegar hann lét út úr sér særandi orð í garð samkynhneigðra. Þannig er mál með vexti að þættirnir sem Shonda skrifar og framleiðir, eins og Grey's, Scandal, How to get away with murder og Private practice, fjalla allir um sterkar konur og það er ávallt mikið fjallað um jafnréttismál, galla í kerfinu, staðalímyndir og hún hefur alltaf passað upp á að hafa jafnt hlutfall á karakterum, alveg sama hvort um ræðir litarhátt, kynhneigð eða annað. Það verður því að þykja mjög ólíklegt að Shonda geri eitthvað í þessu máli enda var margt að því sem Jesse sagði í ræðunni sinni eitthvað sem flestir taka undir og eru sammála. Um, people? Boo don't need a petition. #shondalandrules— shonda rhimes (@shondarhimes) July 5, 2016 Mest lesið Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour Tökur hefjast á Big Little Lies 2 Glamour Sjö litasamsetningar fyrir vorið Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Svartir og rauðir litir á Eddunni Glamour Biðst afsökunar á hönnunarstuldi Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour
Jesse Williams, sem er einn aðalleikari Grey's Anatomy, hélt á dögunum afar kraftmikla ræðu þegar hann tók við verðlaunum á BET verðlaununum. Þar talaði hann á áhrifamikinn hátt um stöðu litaðs fólks í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Ræðan virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum en nú hefur verið efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem krafist er að Jesse verði rekinn úr þáttunum. Þegar þessi frétt var skrifuð höfðu 24.000 manns skrifað undir listann sem er þó aðeins afar lítill hluti af aðdáendum þáttanna. Þeir sem hrintu söfnuninni af stað virðast þó ekki vita mikið um Shondu Rhimes sem er höfundur þáttanna og ræður öllu þegar það kemur að framleiðslunni. Hún var til dæmis ekki lengi að reka Isaiah Washington úr þáttunum árið 2007 þegar hann lét út úr sér særandi orð í garð samkynhneigðra. Þannig er mál með vexti að þættirnir sem Shonda skrifar og framleiðir, eins og Grey's, Scandal, How to get away with murder og Private practice, fjalla allir um sterkar konur og það er ávallt mikið fjallað um jafnréttismál, galla í kerfinu, staðalímyndir og hún hefur alltaf passað upp á að hafa jafnt hlutfall á karakterum, alveg sama hvort um ræðir litarhátt, kynhneigð eða annað. Það verður því að þykja mjög ólíklegt að Shonda geri eitthvað í þessu máli enda var margt að því sem Jesse sagði í ræðunni sinni eitthvað sem flestir taka undir og eru sammála. Um, people? Boo don't need a petition. #shondalandrules— shonda rhimes (@shondarhimes) July 5, 2016
Mest lesið Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour Tökur hefjast á Big Little Lies 2 Glamour Sjö litasamsetningar fyrir vorið Glamour Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Glamour Svartir og rauðir litir á Eddunni Glamour Biðst afsökunar á hönnunarstuldi Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour