Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 14:45 Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. Vísir/Samsett Ísland fór á annan endann vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi sem nú stendur yfir. Framganga liðsins og stuðningur stuðningsmanna vakti athygli á heimsvísu og því skal engan undra að Íslendingar hafi keppst við það að taka þátt í gleðinni með því að skella sér út til Frakklands. Margir höfðu skipulagt ferðir með miklum fyrirvara til þess að sjá Ísland í riðlakeppninni. Þegar strákarnir okkar komu sér þó upp úr riðlinum ætlaði allt um koll að keyra og allir vildu út.Sjá einnig:Sprenging hefur orðið í eftirspurn á flugmiðum til FrakklandsÍsland er eyja og því aðeins hægt að fljúga héðan til annarra landa ætli menn sér að komast þangað með skömmum fyrirvara. Þrátt fyrir að mikil aukning hafi verið á flugferðum til og frá landsins undanfarin ár gátu íslensku flugfélögin tvö, WOW air og Icelandair, aðeins bætt við sig nokkrum ferðum til og frá Frakklands. Eftirspurnin var gríðarleg og því sáu margir sér leik á borði að skipuleggja flugferðir út til þess að anna téðri eftirspurn.Sjá einnig:Miðar á leikinn uppseldir Ofan á þetta bættist að miðaframboð var af skornum skammti. Leikvöllurinn í Nice, þar sem leikur Englands og Íslands fór fram, er lítill, tekur aðeins um 33 þúsund í sæti og þá var ljóst að þrátt fyrir gífurlega stærð Stade de France, þar sem leikur Íslands og Frakklands var spilaður, voru heimamenn í Frakklandi æstir í að næla sér í miða.Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París á sunnudaginn.Björns þáttur Steinbekk„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir. Mikil óánægja varð með Björn Steinbekk eftir að hann gat ekki afhent fjölda fólks þá miða sem hann hafði selt á leik Íslands og Frakklands á EM. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær.Sjá einnig:Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrunum Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. Segist hann hafa fengið miðana í gegnum UEFA og hefur hann birt tölvupóst til þess að reyna að sýna fram á það. UEFA hefur hins vegar gefið út að það kannist ekkert við viðkomandi einstakling sem Björn vísi til. Ljóst er að svekkelsið og gremjan var mikil á meðal þeirra sem ekki komust á Stade de France til þess að sjá leikinn. Greint hefur verið frá grátandi börnum sem skildu ekki af hverju þau komust ekki inn á völlinn. Blessunarlega hafa þó landsliðsmennirnir okkar stigið inn og reynt að bæta skaðann.Sjá einnig:Svikinn um miða en fékk áritaðann bolta Franska lögreglan er með málið til skoðunar auk þess sem hópur fólks íhugar málsókn á hendur Birni. Hefur hann sagst ætla að endurgreiða miðana og hefur hann falið Forum lögmannsstofu að sjá um það. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu. Klara Bjartmarz, formaður KSÍ, hefur lýst undrun sinni á því hversu margir voru reiðubúnir til þess að taka sénsinn á því kaupa miða af þriðja aðila. „Öll miðasala til sambanda fer beint á milli UEFA og viðkomandi sambands. Það að einhver þriðji aðili komi að hef ég aldrei heyrt um áður,“ sagði Klara í viðtali í Akraborginni í vikunni. „Við lögðum mikla áherslu á að koma því á framfæri að öll miðasala færi fram á UEFA.COM. Þangað vísuðum við öllum sem höfðu samband við okkur og við vöruðum allan tímann við því að kaupa miða af öðrum aðilum.“För flýtt um marga klukkutíma öllum að óvörumFyrirtækið Netmiði og auglýsingastofan 23 skipulögðu einnig flugferð til Frakklands. Hægt var að kaupa ferðina á 129 þúsund fram og til baka og átti ferðin að hefjast 1. júlí kl 17.45 og koma heim aftur 4. júlí. Þá keypti Kristján Atli Baldursson, forsvarsmaður Netmiða, 100 miða af Birni Steinbekk á rúmar fimm milljónir en hann útvegaði 77 Íslendingum flug og miða. Sátu þeir farþegar eftir með sárt ennið. Töluverðar reiði gætir einnig meðal farþega sem ferðuðust með þessari vél enda var fluginu heim flýtt um fjórtán klukkustundir. Ljóst er að ekki fengu allir farþegar tilkynningu um að vélin þyrfti að fara fyrr í loftið en áætlað var og sátu einhverjir eftir í París. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur var um borð í vélinni og skoðar nú fyrir hönd farþega hvort hægt sé að leita réttar síns en í samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur að Kristján Atli væri að vinna með sér í góðu samstarfi um það að finna lausnir á kröfum farþega sem teldu sig hlunnfarna. Kristján Atli vildi ekki tjá sig við fréttastofu 365 þegar viðbragða var leitað.Stuðningur íslenskra stuðningsmanna var magnaður.vísir/vilhelmGrétar Sigfinnur reyndi tvisvarGrétar Sigfinnur Sigurðsson, uppalinn KR-ingur en nú varnarmaður Stjörnunnar, tók sig til og skipulagði í tvígang flugferðir til Frakklands.Í fyrra skiptið tók hann á leigu 180 sæta flugvél sem fljúga átti beint til Nice í tæka tíð fyrir sögulegan leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins. Vel gekk að selja í sætin en ferðin, fram og til baka, átti að kosta 129.900 krónur á mann. Sú vél rann þó úr greipum Grétars Sigfinns sem var þó ekki af baki dottinn og tryggði hann sér aðra minni vél sem rúmaði 150 manns. Vegna þess hækkaði fargjaldið um fimmtíu þúsund krónur á mann.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi í París Hundruð sýndi flugi Grétars Sigfinns áhuga enda skyldi engan undra, bein flugferð fram og til baka til Nice til þess að verða vitni að sögulegum landsleik. En vegna þess hve fyrirvarinn var skammur þurfti að ganga frá bókun hratt og örugglega og að lokum varð það svo að ekkert varð úr ferðinni enda tókst ekki öllum að greiða í tæka tíð svo taka mætti vélina frá. Datt því ferðin upp fyrir.Grétar Sigfinnur.VísirPantaði aftur vél Grétar Sigfinnur lét það þó ekki á sig fá og þegar ljóst var að Ísland væri komið í 8-liða úrslit EM tryggði varnarmaðurinn knái sér aðra 180-sæta flugvél til þess að ferja æsta stuðningsmenn Íslands sem vildu ólmir berja okkar menn augum í baráttunni gegn Frökkum. Allt gekk ágætlega þangað til, degi fyrir leik, kom í ljós að ekki fékkst lendingarleyfi frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ sagði Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Sagðist Grétar Sigfinnur ætla að endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. Grétar vildi ekki tjá sig um stöðuna á endurgreiðslunni þegar fréttastofa náði tali af honum og sagði málið í vinnslu.Beina flugið til Parísar sem endaði í AmsterdamMesta svaðilförin var þó án efa för 180 farþega Vita sem áttu bókað flug til Parísar en enduðu í Amsterdam. Þriggja tíma seinkun var á brottför vélarinnar vegna þess að rýma þurfti Leifsstöð um það leyti sem farþegarnir voru að að fara að hliðinu. Vegna seinkunarinnar var ekki unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað sem ekki var í París, heldur einhverja 150 kílómetra fyrir utan borgina. Þaðan átti að að fara með rútu til Parísar. Sá flugvöllur lokar hinsvegar á miðnætti og því var tekin ákvörðun um að lenda í Amsterdam en reynt var að fá leyfi til að lenda á öðrum flugvöllum, nær París, án árangurs. Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum á leikdegi. Samkvæmt tölvupósti sem sendur var á farþega vélarinnar í gær mun hver og einn farþega fá 400 evrur, um 54 þúsund krónur í bætur, vegna þeirra óþæginda sem sköpuðust á leiðinni til Parísar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Þá skipulögðu ferðaþjónustufyrirtækin Eskimo Travel og Circle Air ferðir til Parísar. Fréttastofu er ekki kunnugt um að vandræði hafa skapast í tengslum við ferðir á þeirra vegum. Á Facebook Eskimo Travel var farþegum þó bent á að hægt væri að kaupa miða á leikinn í gegnum vefsíðuna Viagogo sem gefur sig út fyrir að vera markaðstorg þeirra sem vilja kaupa og selja miða á einstaka viðburði. Þór Bæring hjá Gaman ferðum sagði í samtali við fréttastofu RÚV það vera skiljanlegt af hverju fólk hafi keypt miða í stórum stíl af þriðja aðila. „Það voru fáir miðar í boði og eftirspurnin var mikil. Fólki stóð svo til boða að kaupa miða á Íslandi, af íslenskum aðilum. Þetta er lítið land, við treystum og reynum að hjálpa hvort öðru,“ sagði Þór en hann bendir á að þetta sé sígilt vandamál sem fylgi stórviðburðum þar sem eftirspurnin eftir miðum sé gríðarleg. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Íslendingar æstir í að komast á leikinn: Á þriðja tug flugferða til Frakklands um helgina París er áfangastaður helgarinnar fyrir landsleik Íslands og heimamanna á morgun. 2. júlí 2016 10:51 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. 7. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ísland fór á annan endann vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi sem nú stendur yfir. Framganga liðsins og stuðningur stuðningsmanna vakti athygli á heimsvísu og því skal engan undra að Íslendingar hafi keppst við það að taka þátt í gleðinni með því að skella sér út til Frakklands. Margir höfðu skipulagt ferðir með miklum fyrirvara til þess að sjá Ísland í riðlakeppninni. Þegar strákarnir okkar komu sér þó upp úr riðlinum ætlaði allt um koll að keyra og allir vildu út.Sjá einnig:Sprenging hefur orðið í eftirspurn á flugmiðum til FrakklandsÍsland er eyja og því aðeins hægt að fljúga héðan til annarra landa ætli menn sér að komast þangað með skömmum fyrirvara. Þrátt fyrir að mikil aukning hafi verið á flugferðum til og frá landsins undanfarin ár gátu íslensku flugfélögin tvö, WOW air og Icelandair, aðeins bætt við sig nokkrum ferðum til og frá Frakklands. Eftirspurnin var gríðarleg og því sáu margir sér leik á borði að skipuleggja flugferðir út til þess að anna téðri eftirspurn.Sjá einnig:Miðar á leikinn uppseldir Ofan á þetta bættist að miðaframboð var af skornum skammti. Leikvöllurinn í Nice, þar sem leikur Englands og Íslands fór fram, er lítill, tekur aðeins um 33 þúsund í sæti og þá var ljóst að þrátt fyrir gífurlega stærð Stade de France, þar sem leikur Íslands og Frakklands var spilaður, voru heimamenn í Frakklandi æstir í að næla sér í miða.Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París á sunnudaginn.Björns þáttur Steinbekk„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir. Mikil óánægja varð með Björn Steinbekk eftir að hann gat ekki afhent fjölda fólks þá miða sem hann hafði selt á leik Íslands og Frakklands á EM. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær.Sjá einnig:Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrunum Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. Segist hann hafa fengið miðana í gegnum UEFA og hefur hann birt tölvupóst til þess að reyna að sýna fram á það. UEFA hefur hins vegar gefið út að það kannist ekkert við viðkomandi einstakling sem Björn vísi til. Ljóst er að svekkelsið og gremjan var mikil á meðal þeirra sem ekki komust á Stade de France til þess að sjá leikinn. Greint hefur verið frá grátandi börnum sem skildu ekki af hverju þau komust ekki inn á völlinn. Blessunarlega hafa þó landsliðsmennirnir okkar stigið inn og reynt að bæta skaðann.Sjá einnig:Svikinn um miða en fékk áritaðann bolta Franska lögreglan er með málið til skoðunar auk þess sem hópur fólks íhugar málsókn á hendur Birni. Hefur hann sagst ætla að endurgreiða miðana og hefur hann falið Forum lögmannsstofu að sjá um það. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu. Klara Bjartmarz, formaður KSÍ, hefur lýst undrun sinni á því hversu margir voru reiðubúnir til þess að taka sénsinn á því kaupa miða af þriðja aðila. „Öll miðasala til sambanda fer beint á milli UEFA og viðkomandi sambands. Það að einhver þriðji aðili komi að hef ég aldrei heyrt um áður,“ sagði Klara í viðtali í Akraborginni í vikunni. „Við lögðum mikla áherslu á að koma því á framfæri að öll miðasala færi fram á UEFA.COM. Þangað vísuðum við öllum sem höfðu samband við okkur og við vöruðum allan tímann við því að kaupa miða af öðrum aðilum.“För flýtt um marga klukkutíma öllum að óvörumFyrirtækið Netmiði og auglýsingastofan 23 skipulögðu einnig flugferð til Frakklands. Hægt var að kaupa ferðina á 129 þúsund fram og til baka og átti ferðin að hefjast 1. júlí kl 17.45 og koma heim aftur 4. júlí. Þá keypti Kristján Atli Baldursson, forsvarsmaður Netmiða, 100 miða af Birni Steinbekk á rúmar fimm milljónir en hann útvegaði 77 Íslendingum flug og miða. Sátu þeir farþegar eftir með sárt ennið. Töluverðar reiði gætir einnig meðal farþega sem ferðuðust með þessari vél enda var fluginu heim flýtt um fjórtán klukkustundir. Ljóst er að ekki fengu allir farþegar tilkynningu um að vélin þyrfti að fara fyrr í loftið en áætlað var og sátu einhverjir eftir í París. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur var um borð í vélinni og skoðar nú fyrir hönd farþega hvort hægt sé að leita réttar síns en í samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur að Kristján Atli væri að vinna með sér í góðu samstarfi um það að finna lausnir á kröfum farþega sem teldu sig hlunnfarna. Kristján Atli vildi ekki tjá sig við fréttastofu 365 þegar viðbragða var leitað.Stuðningur íslenskra stuðningsmanna var magnaður.vísir/vilhelmGrétar Sigfinnur reyndi tvisvarGrétar Sigfinnur Sigurðsson, uppalinn KR-ingur en nú varnarmaður Stjörnunnar, tók sig til og skipulagði í tvígang flugferðir til Frakklands.Í fyrra skiptið tók hann á leigu 180 sæta flugvél sem fljúga átti beint til Nice í tæka tíð fyrir sögulegan leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins. Vel gekk að selja í sætin en ferðin, fram og til baka, átti að kosta 129.900 krónur á mann. Sú vél rann þó úr greipum Grétars Sigfinns sem var þó ekki af baki dottinn og tryggði hann sér aðra minni vél sem rúmaði 150 manns. Vegna þess hækkaði fargjaldið um fimmtíu þúsund krónur á mann.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi í París Hundruð sýndi flugi Grétars Sigfinns áhuga enda skyldi engan undra, bein flugferð fram og til baka til Nice til þess að verða vitni að sögulegum landsleik. En vegna þess hve fyrirvarinn var skammur þurfti að ganga frá bókun hratt og örugglega og að lokum varð það svo að ekkert varð úr ferðinni enda tókst ekki öllum að greiða í tæka tíð svo taka mætti vélina frá. Datt því ferðin upp fyrir.Grétar Sigfinnur.VísirPantaði aftur vél Grétar Sigfinnur lét það þó ekki á sig fá og þegar ljóst var að Ísland væri komið í 8-liða úrslit EM tryggði varnarmaðurinn knái sér aðra 180-sæta flugvél til þess að ferja æsta stuðningsmenn Íslands sem vildu ólmir berja okkar menn augum í baráttunni gegn Frökkum. Allt gekk ágætlega þangað til, degi fyrir leik, kom í ljós að ekki fékkst lendingarleyfi frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ sagði Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Sagðist Grétar Sigfinnur ætla að endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. Grétar vildi ekki tjá sig um stöðuna á endurgreiðslunni þegar fréttastofa náði tali af honum og sagði málið í vinnslu.Beina flugið til Parísar sem endaði í AmsterdamMesta svaðilförin var þó án efa för 180 farþega Vita sem áttu bókað flug til Parísar en enduðu í Amsterdam. Þriggja tíma seinkun var á brottför vélarinnar vegna þess að rýma þurfti Leifsstöð um það leyti sem farþegarnir voru að að fara að hliðinu. Vegna seinkunarinnar var ekki unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað sem ekki var í París, heldur einhverja 150 kílómetra fyrir utan borgina. Þaðan átti að að fara með rútu til Parísar. Sá flugvöllur lokar hinsvegar á miðnætti og því var tekin ákvörðun um að lenda í Amsterdam en reynt var að fá leyfi til að lenda á öðrum flugvöllum, nær París, án árangurs. Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum á leikdegi. Samkvæmt tölvupósti sem sendur var á farþega vélarinnar í gær mun hver og einn farþega fá 400 evrur, um 54 þúsund krónur í bætur, vegna þeirra óþæginda sem sköpuðust á leiðinni til Parísar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Þá skipulögðu ferðaþjónustufyrirtækin Eskimo Travel og Circle Air ferðir til Parísar. Fréttastofu er ekki kunnugt um að vandræði hafa skapast í tengslum við ferðir á þeirra vegum. Á Facebook Eskimo Travel var farþegum þó bent á að hægt væri að kaupa miða á leikinn í gegnum vefsíðuna Viagogo sem gefur sig út fyrir að vera markaðstorg þeirra sem vilja kaupa og selja miða á einstaka viðburði. Þór Bæring hjá Gaman ferðum sagði í samtali við fréttastofu RÚV það vera skiljanlegt af hverju fólk hafi keypt miða í stórum stíl af þriðja aðila. „Það voru fáir miðar í boði og eftirspurnin var mikil. Fólki stóð svo til boða að kaupa miða á Íslandi, af íslenskum aðilum. Þetta er lítið land, við treystum og reynum að hjálpa hvort öðru,“ sagði Þór en hann bendir á að þetta sé sígilt vandamál sem fylgi stórviðburðum þar sem eftirspurnin eftir miðum sé gríðarleg.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Íslendingar æstir í að komast á leikinn: Á þriðja tug flugferða til Frakklands um helgina París er áfangastaður helgarinnar fyrir landsleik Íslands og heimamanna á morgun. 2. júlí 2016 10:51 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. 7. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Íslendingar æstir í að komast á leikinn: Á þriðja tug flugferða til Frakklands um helgina París er áfangastaður helgarinnar fyrir landsleik Íslands og heimamanna á morgun. 2. júlí 2016 10:51
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32
UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32
Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. 7. júlí 2016 11:00