Serena Williams er komin í úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis og var ekki lengi að því.
Það tók hana aðeins 48 mínútur að klára Elena Vesnina í tveim settum, 6-2 og 6-0.
Á eftir kemur í ljós hvort hún mæti systur sinni, Venus, í úrslitum en Venus er að fara að spila við Angelique Kerber.
Serena hefur unnið Wimbledon sex sinnum áður og 21 risamót í heildina.
