Árangur í málefnum fatlaðs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar