Skrautlegt þjóðhátíðarpartý Taylor Swift Ritsjórn skrifar 5. júlí 2016 11:00 Fjölbreyttur og skemmtilegur hópur djammaði með Taylor um helgina. Mynd/Instagram Þrátt fyrir Taylor Swift sé frábær tónlistarkona þá hefur hún verið að afla sér vinsælda seinustu ár með því að gerast vinkona næstum allra í Hollywood. Það byrjaði á því að hún gaf út tónlistarmyndband við lagið Bad Blood þar sem hún birtist ásamt miklum fjölda af frægra söngkvenna og fyrirsæta á borð við Gigi Hadid, Ellie Goulding, Karlie Kloss og Lenu Dunham. Í kjölfarið fór hún á tónleikaferðalag og á nánast hverju kvöldi fékk hún einhvern frægan til þess að koma með sér á svið í miðjum tónleikum. Það skipti í rauninni ekki máli hver það var, bara á meðan manneskjan var fræg. Þar fékk hún ýmisst íþróttafólk, leikara og leikkonur, tónlistarfólk og fyrirsætur til þess að dansa með sér eitt til tvö lög á sviðinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að þessi stóri vinkonuhópur Taylor sé einfaldlega bara fyrir athyglina enda er eins og um leið og einhver virðist vera á leiðinni að vera frægur þá sé sú manneskja allt í einu orðin besta vinkona eða vinur hennar. Það kom því ekki á óvart að sjá gestalistann í þjóðhátíðarpartý Taylor í Rhode Island um helgina sem hún hélt til þess að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4.júlí. Það voru stjörnur á borð við Blake Lively, Ruby Rose, Cara Delevigne og fleiri þekktar vinkonur Taylor. Það var greinilega mikið fjör í partýinu miðað við myndirnar sem hafa birst en það var haldið í strandarhúsi Taylor í Rhode Island. Happy 4th from us A photo posted by Taylor Swift (@taylorswift) on Jul 4, 2016 at 6:14pm PDT Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour
Þrátt fyrir Taylor Swift sé frábær tónlistarkona þá hefur hún verið að afla sér vinsælda seinustu ár með því að gerast vinkona næstum allra í Hollywood. Það byrjaði á því að hún gaf út tónlistarmyndband við lagið Bad Blood þar sem hún birtist ásamt miklum fjölda af frægra söngkvenna og fyrirsæta á borð við Gigi Hadid, Ellie Goulding, Karlie Kloss og Lenu Dunham. Í kjölfarið fór hún á tónleikaferðalag og á nánast hverju kvöldi fékk hún einhvern frægan til þess að koma með sér á svið í miðjum tónleikum. Það skipti í rauninni ekki máli hver það var, bara á meðan manneskjan var fræg. Þar fékk hún ýmisst íþróttafólk, leikara og leikkonur, tónlistarfólk og fyrirsætur til þess að dansa með sér eitt til tvö lög á sviðinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að þessi stóri vinkonuhópur Taylor sé einfaldlega bara fyrir athyglina enda er eins og um leið og einhver virðist vera á leiðinni að vera frægur þá sé sú manneskja allt í einu orðin besta vinkona eða vinur hennar. Það kom því ekki á óvart að sjá gestalistann í þjóðhátíðarpartý Taylor í Rhode Island um helgina sem hún hélt til þess að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4.júlí. Það voru stjörnur á borð við Blake Lively, Ruby Rose, Cara Delevigne og fleiri þekktar vinkonur Taylor. Það var greinilega mikið fjör í partýinu miðað við myndirnar sem hafa birst en það var haldið í strandarhúsi Taylor í Rhode Island. Happy 4th from us A photo posted by Taylor Swift (@taylorswift) on Jul 4, 2016 at 6:14pm PDT
Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour