Íslenski boltinn

Leik Þróttar og FH flýtt vegna heimkomu landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson skallar boltann í leik liðanna fyrr á tímabilinu.
Davíð Þór Viðarsson skallar boltann í leik liðanna fyrr á tímabilinu. vísir/vilhelm
Leik Þróttar R. og FH í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla hefur verið flýtt um tvær klukkustundir.

Leikurinn mun því hefjast klukkan 17.15 í stað 19.15, en þetta er gert vegna heimkomu íslenska landsliðsins á Arnarhóli klukkan 19.00. Strákarnir koma frá Frakklandi síðdegis og fara þaðan beint í miðborgina.

Valur og ÍBV eru komin í undanúrslitin, en í dag skýrist hvað þriðja liðið verður í undanúrslitunum. Á morgun mætast svo Fram og Selfoss í síðasta leiknum í átta liða úrslitunum.

FH er á toppi Pepsi-deildarinnar, en Þróttur er í ellefta sætinu. Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar þar sem FH sigraði leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Þróttur lagði Gróttu og Völsung á leið sinni í átta liða úrslitin á meðan FH vann bæði Leikni Reykjavík og FH.

Boltavaktin verður á sínum stað og fylgist með öllu því sem gerist í Laugardalnum í kvöld.

Á dagskránni í dag eru líka tveir leikir í Borgunbikar kvenna og þeir leikir hefjast klukkan 17.30.

Borgunarbikar-karla:

17.15 Þróttur R. - FH (Þróttarvöllur)

Borgunarbikar kvenna:

17.30 ÍBV - Selfoss

17.30 Þór/KA - Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×