Stjörnumenn bundu enda á 18 leikja taplausa hrinu Víkinga í Ólafsvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2016 14:15 Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði seinna mark Ólsara gegn Stjörnunni. vísir/hanna Átján leikja taplausri hrinu Víkings Ó. á heimavelli lauk í gærkvöldi þegar Stjarnan kom í heimsókn í 11. umferð Pepsi-deildar karla.Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi, 2-3, og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna deildarleik í Ólafsvík í tvö ár.Sjá einnig: Ejub: Skrítið að sami dómari dæmi alltaf hjá okkur Grindvíkingar sóttu sigur til Ólafsvíkur í 15. umferð 1. deildar 9. ágúst 2014 en eftir þann leik byggðu Ólsarar upp sannkallað heimavallarvígi. Þeir unnu tvo af þremur heimaleikjum sínum það sem eftir var af 1. deildinni 2014. Víkingar voru svo algjörlega óstöðvandi á heimavelli í 1. deildinni í fyrra og unnu þá 10 af 11 leikjum sínum með markatölunni 28-6.Ólsarar eru í fínum málum í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmÓlsarar unnu 1. deildina 2015 með yfirburðum og settu stigamet. Þeir héldu svo uppteknum hætti á heimavelli í Pepsi-deildinni og unnu fyrstu fjóra heimaleiki sína í sumar. En með sigrinum í gær komu Stjörnumenn í veg fyrir að Víkingar næðu nítjánda leiknum án þess að tapa á heimavelli. Baldur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Arnar Már Björgvinsson skoruðu mörk Stjörnunnar í leiknum í gær en Hrvoje Tokic og Þorsteinn Már Ragnarsson voru á skotskónum hjá Ólsurum. Tokic skildi félaga sína reyndar eftir í súpunni þegar hann fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu fyrir að sparka í Baldur. Víkingar unnu 16 af 18 leikjum í þessari ótrúlegu taplausu hrinu og gerðu tvö jafntefli, gegn Leikni R. 2014 og KA 2015. Markatalan í þessum 18 leikjum á Ólafsvíkurvelli var 43-10. Næsti leikur Víkings í Pepsi-deildinni er gegn Breiðabliki á heimavelli á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Átján leikja taplausri hrinu Víkings Ó. á heimavelli lauk í gærkvöldi þegar Stjarnan kom í heimsókn í 11. umferð Pepsi-deildar karla.Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi, 2-3, og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna deildarleik í Ólafsvík í tvö ár.Sjá einnig: Ejub: Skrítið að sami dómari dæmi alltaf hjá okkur Grindvíkingar sóttu sigur til Ólafsvíkur í 15. umferð 1. deildar 9. ágúst 2014 en eftir þann leik byggðu Ólsarar upp sannkallað heimavallarvígi. Þeir unnu tvo af þremur heimaleikjum sínum það sem eftir var af 1. deildinni 2014. Víkingar voru svo algjörlega óstöðvandi á heimavelli í 1. deildinni í fyrra og unnu þá 10 af 11 leikjum sínum með markatölunni 28-6.Ólsarar eru í fínum málum í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmÓlsarar unnu 1. deildina 2015 með yfirburðum og settu stigamet. Þeir héldu svo uppteknum hætti á heimavelli í Pepsi-deildinni og unnu fyrstu fjóra heimaleiki sína í sumar. En með sigrinum í gær komu Stjörnumenn í veg fyrir að Víkingar næðu nítjánda leiknum án þess að tapa á heimavelli. Baldur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Arnar Már Björgvinsson skoruðu mörk Stjörnunnar í leiknum í gær en Hrvoje Tokic og Þorsteinn Már Ragnarsson voru á skotskónum hjá Ólsurum. Tokic skildi félaga sína reyndar eftir í súpunni þegar hann fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu fyrir að sparka í Baldur. Víkingar unnu 16 af 18 leikjum í þessari ótrúlegu taplausu hrinu og gerðu tvö jafntefli, gegn Leikni R. 2014 og KA 2015. Markatalan í þessum 18 leikjum á Ólafsvíkurvelli var 43-10. Næsti leikur Víkings í Pepsi-deildinni er gegn Breiðabliki á heimavelli á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira