Hermann: Getur vel verið að Sító fari 17. júlí 2016 21:50 Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira