Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:16 Í snjallsímanum birtist pokemoni í raunheimum. Vísir/Getty Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag. Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag.
Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45