Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira