Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 07:00 Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent. Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26