Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 07:00 Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent. Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26