ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Ritstjórn skrifar 12. júlí 2016 14:00 Fyrirsætan sem umræðir er í stærð 16 og er talin vera í yfirstærð af ASOS. Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Heather Marks á forsíðu Glamour Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Yfirhönnuður Burberry lækkar um 75% í launum Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Gerðu glimrandi kaup á netinu Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour
Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Heather Marks á forsíðu Glamour Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Yfirhönnuður Burberry lækkar um 75% í launum Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Gerðu glimrandi kaup á netinu Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour