Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:00 Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00