Aron Einar rétt slapp við að vera mesti síbrotamaðurinn á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 13:15 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjá meira