Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 08:30 Eder og Cristiano Ronaldo fagna í leikslok. Vísir/EPA Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36