Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 08:30 Eder og Cristiano Ronaldo fagna í leikslok. Vísir/EPA Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti