Eitt prósent líkur á að hún myndi lifa af en nú vill skosk júdókona byrja aftur að æfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2016 11:00 Stephanie Inglis er mjög góð í júdó og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. vísir/getty Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira