Helgi Hrafn: Píratar eru að endurskoða stefnu sína varðandi höfundarrétt Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júlí 2016 12:27 Jakob krafðist þess að fá opinbera yfirlýsingu um stefnumál Pírata varðandi höfundarétt fyrir kosningar. Helgi ætlar að verða við því. Vísir Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56