Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal taka við tónlistinni hjá Senu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2016 12:26 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir hópnum sem hefur keypt tónlistarhlutann út úr Senu. Vísir/Valli Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir nýju útgáfufyrirtæki sem hefur tekið yfir tónlistarhluta Senu. Um er að ræða mjög stóran hluta af allri útgefinni íslenskri tónlist og um tímamótabreytingu að ræða, ekki ósvipaðri og þegar Sena tók við tónlistinni af Skífunni á sínum tíma. Ólafur segir að nýja útgáfufyrirtækið muni einbeita sér að nýrri útgáfu og sömuleiðis halda utan um alla þá tónlist sem fyrir var hjá Senu. Ólafur og Sölvi verða í stjórn nýja fyrirtækisins sem hefur ekki fengið nafn. Segir Ólafur að þeir ætli að flýta sér hægt í ferlinu, byrja á því að kynna það fyrir almenningi í dag enda snerti það ansi marga í tónlistarheiminum hér á landi. Óhætt er að segja að tónlistarútgáfa hafi tekið stakkarskiptum undanfarin ár þar sem hefðbundin plötusala hefur hrapað og útgáfa orðið stafrænni. „Í gamla daga þurfti að vera plata, núna er meira um smáskífur og YouTube myndbönd,“ segir Ólafur „Við þurfum að stilla útgáfuna inn á þann bransa og sýna af hverju ungt fólk ætti að vinna með okkur.“ Ólafur og Sölvi ættu að þekkja vel hvað tónlistarmenn í útgáfuhug eru að hugsa enda verið virkir í íslenskum tónlistarheimi undanfarin ár og sömuleiðis á erlendri grundu. Sölvi er þekktur sem trommari rappsveitarinnar Quarashi, þar sem hann semur og útsetur mörg laga sveitarinnar. Ólafur er hins vegar sólólistamaður og hefur meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna.Sex koma að kaupunum Í teyminu sem kemur að nýja fyrirtækinu eru auk Sölva þeir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Henrik Biering tónlistarmaður, Reynir Harðarson, einn af stofnendum CCP og fjárfestir, og Jón Diðrik Jónsson, meirihlutaeigandi í Senu. Ólafur segir hugmyndina hafa kviknað hjá þeim Sölva í upphafi árs og síðan hafi átt sér stað mörg samtöl og haldnir margir fundir. Svo small allt saman og nú séu hjólin farin að snúast. Sölvi segir þetta ástríðuverkefni og sama er að heyra á Ólafi. Tónlistarmaðurinn segir mikilvægt að huga vel að útgáfu nýrrar tónlistar og það gildi um alla tónlistarmenn. Það þýði ekki að lifa á fornri frægð heldur verði að halda hlutunum við, líkt og þegar húsi sé viðhaldið. Það þurfi að mála það og skipta um parket. Hið sama gildi um útgáfu tónlistar. Þeir séu með margar góðar hugmyndir en fyrst verði að kynna málið vel fyrir hagsmunaaðilum, sem séu margir, enda margir tengdir og umhugað um íslenska tónlist. Breytingin hvað Senu snertir er sú að tónlistarhlutinn færist út úr fyrirtækinu og yfir til nýja fyrirtækisins. Annars er Sena óbreytt er varðar viðburðarstjórnun, kvikmyndir, tölvuleiki og annað sem fyrirtækið hefur komið nálægt. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Tónlist Tengdar fréttir Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu Kjölfesta hefur keypt 30% hlutafjár í afþreyingarfyrirtækinu Senu ehf., ásamt dótturfélögum Senu. Kaupverðið er ekki gefið upp. 16. apríl 2013 10:25 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir nýju útgáfufyrirtæki sem hefur tekið yfir tónlistarhluta Senu. Um er að ræða mjög stóran hluta af allri útgefinni íslenskri tónlist og um tímamótabreytingu að ræða, ekki ósvipaðri og þegar Sena tók við tónlistinni af Skífunni á sínum tíma. Ólafur segir að nýja útgáfufyrirtækið muni einbeita sér að nýrri útgáfu og sömuleiðis halda utan um alla þá tónlist sem fyrir var hjá Senu. Ólafur og Sölvi verða í stjórn nýja fyrirtækisins sem hefur ekki fengið nafn. Segir Ólafur að þeir ætli að flýta sér hægt í ferlinu, byrja á því að kynna það fyrir almenningi í dag enda snerti það ansi marga í tónlistarheiminum hér á landi. Óhætt er að segja að tónlistarútgáfa hafi tekið stakkarskiptum undanfarin ár þar sem hefðbundin plötusala hefur hrapað og útgáfa orðið stafrænni. „Í gamla daga þurfti að vera plata, núna er meira um smáskífur og YouTube myndbönd,“ segir Ólafur „Við þurfum að stilla útgáfuna inn á þann bransa og sýna af hverju ungt fólk ætti að vinna með okkur.“ Ólafur og Sölvi ættu að þekkja vel hvað tónlistarmenn í útgáfuhug eru að hugsa enda verið virkir í íslenskum tónlistarheimi undanfarin ár og sömuleiðis á erlendri grundu. Sölvi er þekktur sem trommari rappsveitarinnar Quarashi, þar sem hann semur og útsetur mörg laga sveitarinnar. Ólafur er hins vegar sólólistamaður og hefur meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna.Sex koma að kaupunum Í teyminu sem kemur að nýja fyrirtækinu eru auk Sölva þeir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Henrik Biering tónlistarmaður, Reynir Harðarson, einn af stofnendum CCP og fjárfestir, og Jón Diðrik Jónsson, meirihlutaeigandi í Senu. Ólafur segir hugmyndina hafa kviknað hjá þeim Sölva í upphafi árs og síðan hafi átt sér stað mörg samtöl og haldnir margir fundir. Svo small allt saman og nú séu hjólin farin að snúast. Sölvi segir þetta ástríðuverkefni og sama er að heyra á Ólafi. Tónlistarmaðurinn segir mikilvægt að huga vel að útgáfu nýrrar tónlistar og það gildi um alla tónlistarmenn. Það þýði ekki að lifa á fornri frægð heldur verði að halda hlutunum við, líkt og þegar húsi sé viðhaldið. Það þurfi að mála það og skipta um parket. Hið sama gildi um útgáfu tónlistar. Þeir séu með margar góðar hugmyndir en fyrst verði að kynna málið vel fyrir hagsmunaaðilum, sem séu margir, enda margir tengdir og umhugað um íslenska tónlist. Breytingin hvað Senu snertir er sú að tónlistarhlutinn færist út úr fyrirtækinu og yfir til nýja fyrirtækisins. Annars er Sena óbreytt er varðar viðburðarstjórnun, kvikmyndir, tölvuleiki og annað sem fyrirtækið hefur komið nálægt. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.
Tónlist Tengdar fréttir Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu Kjölfesta hefur keypt 30% hlutafjár í afþreyingarfyrirtækinu Senu ehf., ásamt dótturfélögum Senu. Kaupverðið er ekki gefið upp. 16. apríl 2013 10:25 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu Kjölfesta hefur keypt 30% hlutafjár í afþreyingarfyrirtækinu Senu ehf., ásamt dótturfélögum Senu. Kaupverðið er ekki gefið upp. 16. apríl 2013 10:25