Borgarstjóri Ríó bað Ástrala afsökunar og fékk litla kengúru að gjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:00 Eduardo Paes með kengúruna sína. Vísir/Getty Eduardo Paes, borgarstjóri Ríó, henti olíu á eldinn á mánudaginn þegar hann svaraði Áströlum fullum hálsi eftir að ástralska Ólympíuliðið neitaði að flytja inn í Ólympíuþorpið daginn áður. Nú eru heimamenn og ástralska Ólympíuliðið orðnir vinir á ný eftir að borgarstjórinn bað Ástrala afsökunar á ummælum sínum. Ástralska liðstjórnin grínaðist aðeins með allt saman og gaf borgarstjóranum litla kengúrudúkku með boxhanska. Ástralir tilkynntu heiminum líka um það að þeir væru nú ánægðir með vistaverur þeirra í Ólympíuþorpinu.Sjá einnig:Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ 700 manna lið Ástrala hafði þremur dögum fyrr neitað að flytja inn í Ólympíuþorpið vegna vatns- og gasleka, bera rafmagnsvíra, stíflaðra klóseta og almenns óþrifnaðar. Ólympíuþorpið kostaði um 182 milljarða íslenskra króna og átti að vera tilbúið. Brasilíumenn þurftu að bregðast við kvörtunum Ástrala og tókst að kalla út aukalið til að ganga í þau verk sem voru óunnin. Svo virðist vera með ástandið hafi verið verst í byggingu Ástrala en Argentínumenn og Hvít-Rússar (Belarus) kvörtuðu líka undan ástandinu. Eduardo Paes baðst afsökunar og sagði að ástandið hafi verið verst í byggingu Ástrala. Hundruð manna unnu allar sólarhringinn til að koma öllu í lag. „Ástralir höfðu rétt fyrir sér. Það var ekki gott ástand á vistarverum þeirra. Þetta voru mistök hjá skipulagsnefndinni. Við fórum bara í það að laga þetta. Þeir eru fluttir inn í bygginguna sína og vonandi verður allt í lagi hér eftir," sagði Eduardo Paes. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Eduardo Paes, borgarstjóri Ríó, henti olíu á eldinn á mánudaginn þegar hann svaraði Áströlum fullum hálsi eftir að ástralska Ólympíuliðið neitaði að flytja inn í Ólympíuþorpið daginn áður. Nú eru heimamenn og ástralska Ólympíuliðið orðnir vinir á ný eftir að borgarstjórinn bað Ástrala afsökunar á ummælum sínum. Ástralska liðstjórnin grínaðist aðeins með allt saman og gaf borgarstjóranum litla kengúrudúkku með boxhanska. Ástralir tilkynntu heiminum líka um það að þeir væru nú ánægðir með vistaverur þeirra í Ólympíuþorpinu.Sjá einnig:Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ 700 manna lið Ástrala hafði þremur dögum fyrr neitað að flytja inn í Ólympíuþorpið vegna vatns- og gasleka, bera rafmagnsvíra, stíflaðra klóseta og almenns óþrifnaðar. Ólympíuþorpið kostaði um 182 milljarða íslenskra króna og átti að vera tilbúið. Brasilíumenn þurftu að bregðast við kvörtunum Ástrala og tókst að kalla út aukalið til að ganga í þau verk sem voru óunnin. Svo virðist vera með ástandið hafi verið verst í byggingu Ástrala en Argentínumenn og Hvít-Rússar (Belarus) kvörtuðu líka undan ástandinu. Eduardo Paes baðst afsökunar og sagði að ástandið hafi verið verst í byggingu Ástrala. Hundruð manna unnu allar sólarhringinn til að koma öllu í lag. „Ástralir höfðu rétt fyrir sér. Það var ekki gott ástand á vistarverum þeirra. Þetta voru mistök hjá skipulagsnefndinni. Við fórum bara í það að laga þetta. Þeir eru fluttir inn í bygginguna sína og vonandi verður allt í lagi hér eftir," sagði Eduardo Paes.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira