„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2016 22:51 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þegar boðaður var sá möguleiki að kjósa í haust þá var það háð skilyrðum. Það var algerlega ljóst,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook þar sem hann tjáir skoðun sína um mögulegar kosningar í haust. Hann segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum „Ég veit ekki til þess að stjórnarandstaðan hafi lofað að hleypa áherslumálum ríkisstjórnarinnar í gegn, sem var eitt skilyrðið, þvert á móti. Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið,“ skrifar Gunnar Bragi og vill meina að ef stjórnarandstaðan eða aðrir haldi öðru fram núna sé það í besta falli einbeittur vilji til að segja ósatt. „Í versta falli lygi.“ Þessi skrif Gunnars Braga eru í ætt við það sem sem þingmenn Framsóknar héldu fram í samtali við Vísi fyrr í dag. Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson sögðu að ekki tilefni til kosninga ef ekki næst að klára verkefni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óhjákvæmilegt væri að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Þegar boðaður var sá möguleiki að kjósa í haust þá var það háð skilyrðum. Það var algerlega ljóst,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook þar sem hann tjáir skoðun sína um mögulegar kosningar í haust. Hann segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum „Ég veit ekki til þess að stjórnarandstaðan hafi lofað að hleypa áherslumálum ríkisstjórnarinnar í gegn, sem var eitt skilyrðið, þvert á móti. Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið,“ skrifar Gunnar Bragi og vill meina að ef stjórnarandstaðan eða aðrir haldi öðru fram núna sé það í besta falli einbeittur vilji til að segja ósatt. „Í versta falli lygi.“ Þessi skrif Gunnars Braga eru í ætt við það sem sem þingmenn Framsóknar héldu fram í samtali við Vísi fyrr í dag. Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson sögðu að ekki tilefni til kosninga ef ekki næst að klára verkefni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óhjákvæmilegt væri að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15