Skoðun formanns á kosningum skipti engu Sveinn Arnarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir valdið ekki hjá formanni Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra sé með þingrofsréttinn. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira